Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1002  —  670. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um íþróttalög.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Er gerð krafa um það í íþróttalögum, nr. 64/1998, að einstaklingar sem kjósa að stunda keppnisíþróttir þurfi að gera slíkt undir merkjum sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands?
     2.      Er gerð krafa um það í íþróttalögum að einstaklingar sem taka þátt í alþjóðlegum mótum og slá met eða vinna titla fái árangurinn aðeins viðurkenndan ef þeir eru meðlimir í sérsamböndum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands?


Skriflegt svar óskast.